Fimm smáhýsi verða sett upp í Laugardal

Fyrstu húsin fyrir heimilislausa voru tekin í notkun í Gufunesi …
Fyrstu húsin fyrir heimilislausa voru tekin í notkun í Gufunesi haustið 2020. Fleiri hús verða sett upp. mbl.is/Árni Sæberg

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á miðvikudaginn að auglýsa breytt deiliskipulag vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi í austurhluta Laugardals, nálægt Suðurlandsbraut. Málið fer nú til endanlegrar afgreiðslu í borgarráði.

Eins og fram hefur komið í fréttum leitast velferðarsvið Reykjavíkurborgar eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Hafa áformin mætt andspyrnu frá þeim sem koma til með að búa í nágrenni smáhýsanna.

Til stendur að koma fyrir fimm smáhýsum í Laugardal. Þegar deiliskpulag var auglýst í fyrra bárust 69 athugasemdir og í langflestum þeirra var áformunum mótmælt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sem dæmi má nefna athugasemd Íþróttabandalags Reykjavíkur. Segir þar að það sé skoðun stjórnar ÍBR að Laugardalurinn skuli notaður til íþróttastarfs og annarrar starsemi sem þar er fyrir. Fyrirhuguð breyting á deiluskipulagi sé að mati stjórnarinnar ekki til þess fallin að bæta ímynd Laugardalsins sem útivistarsvæði fyrir íbúa borgarinnar. Hætt sé við að mörgum af yngri kynslóðinni muni finnst óþægilegt návígið við tilvonandi íbúa þessa svæðis og muni jafnvel veigra sér við að vera ein á ferð um dalinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert