Enginn var með allar fimm tölurnar réttar í lottóinu í kvöld, en um 9,7 milljónir króna voru í pottinum.
Fjórir hrepptu bónusvinninginn og fær hver í sinn hlut rúmar 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Extra og Bitanum í Reykjanesbæ, einn í lottó-appinu og einn í Lukku Láka í Mosfellsbæ.
Fimm voru með fjórar réttar jókertölur í réttri röð og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vasann.
Vinningstölur kvöldsins: 10-23-25-27-39
Bónustalan: 16
Jókertölurnar: 7-1-7-8-2