Gafl fauk af stóru verksmiðjuhúsnæði á Siglufirði í kvöld en gengið hefur á með hviðum í bænum.
Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um óhappið klukkan 19.45 í kvöld.
Búið er að festa gaflinn aftur á húsnæðið og tóku lögreglan og björgunarsveit þátt í því, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni.
Spáð er áframhaldandi hvassviðri á Siglufirði í kvöld og í nótt.