Spáð er sunnan- og suðvestanátt í dag, yfirleitt 10 til 18 metrar á sekúndu. Úrkomulítið verður norðaustantil á landinu, en rigning eða skúrir annars staðar og talsverð rigning með köflum sunnanlands. Hiti 5 til 13 stig og hlýjast á Austfjörðum.
Á morgun er spáð suðvestanátt 13 til 20 metrum á sekúndu, hvassast á Vestur- og síðar Norðurlandi. Víða él, en léttskýjað austanlands. Hiti um eða yfir frostmarki. Dregur úr vindi annað kvöld. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að áfram verður léttskýjað á Austurlandi fram á mánudag.
Á sunnudag:
Suðvestan 13-20 m/s, hvassast á Vestur- og síðar Norðurlandi. Víða él, en léttskýjað austanlands. Hiti um eða yfir frostmarki. Dregur úr vindi um kvöldið og úrkomuminna.
Á mánudag:
Suðvestan 8-13 og dálítil él, en bjartviðri um landið austanvert. Hiti 0 til 5 stig.
Á þriðjudag:
Breytileg og síðar norðaustlæg átt. Lítilsháttar rigning eða slydda sunnanlands og hiti 1 til 5 stig. Þurrt í öðrum landshlutum og frystir víða seinni partinn.
Á miðvikudag:
Suðaustan kaldi og dálítil rigning eða slydda á Suður- og Suðvesturlandi, hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur og þurrt norðan- og austantil á landinu, frost 0 til 7 stig.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt og bjart með köflum, en skýjað sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en í kringum frostmark á Norður- og Austurlandi.
Á föstudag:
Útlit fyrir svipað veður áfram.