Öflugur skjálfti reið yfir suðvesturhorn landsins klukkan 8:07 og fannst hann víða á Suður- og Suðvesturlandi, austur að Skógum og norður að Hvanneyri. Fleiri eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 4,0 að stærð en alls hafa að minnsta kosti níu skjálftar yfir 3 að stærð mælst frá klukkan 8:07 samkvæmt mælingum veðurstofu.
Er skjálftinn sá stærsti sem orðið hefur frá því í gær. Stærsti skjálftinn sem mældist í nótt var 3,8 að stærð.
Samkvæmt náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands var skjálftinn 5,2 að stærð, en fyrstu mælingar bentu til þess að hann hefði verið um 4,8 að stærð. Skjálftinn er með stærri eftirskjálftum sem hafa orðið frá því að skjálfti að stærð 5,7 hóf hrinuna á miðvikudagsmorgun.
Alls hafa um 600 skjálftar mælst frá miðnætti.
Jarðskjálftinn núna átti upptök sín um 2,2 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli samkvæmt náttúruvársérfræðingi.
Kl.08:07 varð jarðskjálfti 5,2 að stærð, um 2.5 km NA af Fagradalsfjalli. Fjöldi eftirskjálftar hafa mælst. Stærsti...
Posted by Veðurstofa Íslands on Laugardagur, 27. febrúar 2021
Fréttin hefur verið uppfærð.