Niðurstöður tilboða í byggingu Kársnesskóla voru kynnt á fundi bæjarráðs Kópavogs í fyrradag. Lægsta tilboð átti ítalska fyrirtækið Rizzani de Eccher og var það 3,20 milljarðar, en kostnaðaráætlun var upp á tæplega 3,7 milljarða.
Ístak átti næstlægsta tilboð, tæplega 3,24 milljarða, og þá komu Íslenskir aðalverktakar með tilboð upp á rúmlega 3,28 milljarða.
Sjö tilboð bárust í verkið. Fram kemur í fundargerð að verið sé að yfirfara tilboðin og að niðurstaðan verði lögð fyrir bæjarráð Kópavogs.
Bygging nýs Kársnesskóla er ætluð fyrir leikskóla og yngri deildir grunnskóla, þ.e. börn á aldrinum eins til níu ára.