Tveir skjálftar yfir 3 að stærð urðu á ellefta tímanum í kvöld og fundust þeir víða um höfuðborgarsvæðið.
Sá fyrri, sem varð klukkan 22.15, mældist 3,5 að stærð og átti hann upptök sín 2,9 km vestsuðvestur af Keili.
Sá síðari sem varð skömmu síðar mældist 3,3. Hann átti upptök sín 7,5 km vestnorðvestur af Keili.
Fyrr í kvöld urðu einnig tveir skjálftar yfir 3 að stærð.