Umferðaróhapp varð á Bústaðavegi á fjórða tímanum í dag. Sjúkrabíll var sendur á vettvang að beiðni lögreglu.
Ekki var þörf á dælubíl og enginn slasaðist alvarlega, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Að sögn sjónarvotts fór bíll upp á hljóðmön við veginn og niður hinum megin.