Maður var handtekinn af lögreglunni í miðbæ Reykjavíkur í dag eftir að kvartað var yfir hegðun hans. Hann hafði verið að angra gesti og gangandi á veitingastað í miðbænum.
Þegar lögregla reyndi að ræða við manninn létt hann öllum illum látum og neitaði að segja til nafns. Var hann því vistaður í fangaklefa og verður færður í skýrslutöku þegar ástand hans lagast. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.