Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 varð upp úr klukkan hálffjögur í dag. Hann átti upptök sín 1,5 km vestur af Keili.
Skjálftinn er aðeins minni en sá sem varð um hálftólfleytið í dag og fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Hann átti upptök sín norðaustur af Fagradalsfjalli.
Skjálfti af stærð 4,7 mældist norðaustan við Fagradalsfjall klukkan 00:19 í nótt og var það stærsti skjálfti næturinnar.