Fólksbíll fór út af veginum í Mosfellsdal um níuleytið í kvöld og endaði í skurði.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu slapp ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, ómeiddur.
Bíllinn var ekki illa farinn eftir óhappið en draga þurfti hann upp úr skurðinum.