Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra.
Viðvörunin gildir frá klukkan 8 til ýmist 20 eða 21 í kvöld.
Á Faxaflóasvæðinu er spáð suðvestanhvassviðri 13-20 metrum á sekúndu og éljagangi. Snarpar vindhviður í éljum og lélegt skyggni, versnandi akstursskilyrði.
Í Breiðafirði er spáð suðvestanhvassviðri 13-20 metrum á sekúndu. Éljagangi með takmörkuðu eða lélegu skyggni. Hvassir vindstrengir við fjöll og í éljahríðunum og versnandi akstursskilyrði.
Á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra er spáð suðvestanstormi með éljum, 15-23 metrar á sekúndu. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni og hvössum vindstrengjum við fjöll og í éljahríðunum.
Yfirlit: Það er vetrarfærð á vestanverðu landinu og víða skafrenningur á fjallvegum en að mestu greiðfært á Austur- og Suðausturlandi. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 28, 2021
Suðvesturland: Það er hálka og éljagangur á Hellisheiði og Þrengslum og einnig hálka á Reykjanesbraut og Mosfellsheiði. Hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 28, 2021
Suðurland: Krapi er á Biskupstungnabraut og hálka á öðrum leiðum. Varað er við slæmum slitlagskemmdum á kaflanum frá Skógum að Jökulsá á Sólheimasandi en þar er hraði tekin niður í 30 km/klst. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 28, 2021