Vegagerðin hefur biðlað til vegfarenda um að sýna aðgát vegna hreindýrahjarða á Austurlandi og Suðausturlandi.
Hreindýrahjarðir hafa verið víða við vegi síðustu vikur og hafa í dag meðal annars sést á Fagradal, við álverið á Reyðarfirði og í Álftafirði. Þá hefur hreindýrahjörð sést á Breiðamerkursandi í dag.
Austurland: Hreindýrahjarðir eru víða við veg og hafa m.a. sést á Fagradal, við álverið á Reyðarfirði og í Álftafirði. Vegfarendur er beðnir um að sýna aðgát. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 28, 2021
Suðausturland: Hreindýrahjörð hefur sést á Breiðamerkursandi og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát á þessu svæði. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 28, 2021