Í dag fer lægð yfir vestan til á landinu. Henni fylgir suðvestanátt með hvössum og dimmum éljum, en þurru og björtu veðri austanlands. Búist er við því að taki að lægja í kvöld.
Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að spáð sé suðvestankalda eða stinningskalda á morgun, hægara sunnanlands. Léttskýjuðu veðri er spáð á austanverðu landinu, annars skýjað og dálítil él fyrri hluta dags. Hiti 0 til 5 stig.
Á þriðjudag er spáð hægri suðlægri átt með lítils háttar rigningu eða slyddu á Suður- og Vesturlandi. Um kvöldið fer líklega að snjóa í norðaustankalda norðan- og austanlands.
Á mánudag:
Suðvestan 8-13 og dálítil él fram eftir degi, en heldur hægari og bjartviðri um landið A-vert. Hiti 0 til 5 stig.
Á þriðjudag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað og lítils háttar rigning eða slydda S- og V-lands, hiti 0 til 6 stig. Norðaustankaldi á N- og A-landi um kvöldið, snjókoma og vægt frost.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt. Skýjað en þurrt á NA- og A-landi, annars rigning eða slydda með köflum, en dálítil snjókoma NV-til. Frost 0 til 5 stig, en 0 til 5 stiga hiti S- og V-lands.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 6 stig að deginum, en allvíða næturfrost.