Skjálfti af stærð 4,3 fannst víða í byggð

Keilir.
Keilir. mbl.is/Hari

Stór skjálfti reið yfir Reykjanesskaga rétt í þessu. Skjálftinn fannst greinilega á höfuðborgarsvæðinu. 

Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var skjálftinn um 4,3 að stærð og átti hann upptök sín 2,5 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Alls hafa að minnsta kosti 19 skjálftar yfir stærðinni 3 mælst frá miðnætti. 

Skjálfti af stærð 4,7 mældist norðaustan við Fagradalsfjall klukkan 00:19 í nótt og var það stærsti skjálfti næturinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert