Lögreglan á Norðurlandi eystra lokaði í gærkvöldi tveimur veitingahúsum í umdæminu, annars vegar vegna útrunnins rekstrarleyfis en hinu veitingahúsinu var lokað vegna brots á sóttvarnalögum.
Á veitingahúsinu var enn verið að þjóna til borðs og voru um 50 gestir á staðnum að snæðingi um klukkan 23:15, en samkvæmt reglugerð skulu gestir hafa yfirgefið veitingahús eigi síðar en klukkan 23.
Þó nokkuð var af fólki í bænum á Akureyri og sinnti lögreglan einnig ölvunar- og hávaðaútköllum fram undir morgun. Í einu útkallinu fundust fíkniefni sem voru haldlögð.
Lögreglan lokaði tveimur veitingahúsum í umdæminu í kvöld, annarsvegar vegna útrunnins rekstrarleyfis en annað...
Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Laugardagur, 27. febrúar 2021