Umferðarslys varð á Snæfellsnesi, rétt innan við Ólafsvík, skömmu fyrir klukkan 12 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Snæfellsbæjar valt bifreið út af veginum eftir að hafa runnið í krapa að því er virðist.
Vel gekk að ná ökumanninum út úr bifreiðinni. Hann mun hafa slasast eitthvað, en að því er talið er ekki alvarlega.