Bein útsending ef það skyldi gjósa

Víkurfréttir senda út beina útsendingu af Keili, þar sem líklegt …
Víkurfréttir senda út beina útsendingu af Keili, þar sem líklegt er að færi að gjósa ef það fer að gjósa yfirleitt. Skjáskot/Facebook

Víkurfréttir, héraðsmiðill í Reykjanesbæ, hefur sett upp beina útsendingu af Keili og mögulegu gossvæði ef til eldgoss kemur. Nýjustu athuganir benda til þess að kvikuinnskot hafi orðið á helsta jarðskjálftasvæðinu á Reykjanesskaga.

Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, sagði við mbl.is síðdegis að þrátt fyrir vísbendingar um kvikuinnskot, gæti vel verið að skjálftahrinan gengi yfir án eldvirkni. Ekki er einu sinni öruggt að um kvikuinnskot sé að ræða, en það er talin líkleg skýring á færslum sem orðið hafa á yfirborði jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert