Enn eru sjö í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins í Rauðagerði, sex karlmenn og ein kona. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort gæsluvarðhald verður framlengt yfir manni sem lýkur gæsluvarðhaldi á morgun.
Eins og fram hefur komið er rannsóknin afar umfangsmikil og verið að fara yfir símagögn og segir Margeir að það sé tímafrek vinna. Yfirheyrslur og úrvinnsla gagna halda áfram.