Eftir tæpar sjö vikur á spítala er Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk nýverið grædda á sig handleggi í Lyon í Frakklandi, kominn í endurhæfingu. Hann dvelur nú á endurhæfingarmiðstöð í Frakklandi.
„Ég tók einungis með mér handfarangur,“ skrifar Guðmundur, sem hefur lengi verið þekktur fyrir beittan húmor, á Facebook-síðu sína.
„Það er gott að halda áfram en ég mun sakna starfsfólksins sem hefur verið með mér síðustu vikur,“ skrifar Guðmundur.
Guðmundur ber starfsfólki spítalans sem hann dvaldi á góða söguna en með þessari frétt fylgja tvær myndir sem Guðmundur birti af sér og hluta af starfsfólki spítalans.
After almost 7 weeks Hôpital Édouard Herriot I took the next step today and moved to the rehabilitation center....
Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Mánudagur, 1. mars 2021