Kæra úrskurð um umhverfismat

Af vef Vegagerðarinnar

Vinir Vatnsendahvarfs hafa ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að mæla ekki fyrir um nýtt umhverfismat vegna lagningar síðasta áfanga Arnarnesvegar. Ákvörðunin er mikil vonbrigði og í raun óskiljanlegt að enginn vilji sé til að endurmeta hvaða áhrif þessi vegur mun hafa á náttúru, umhverfi og nærliggjandi byggð, segir á Facebook-síðu samtakanna.

Vegagerðin tilkynnti Skipulagsstofnun um breytingar á áformum um gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar og óskaði eftir mati á því hvort gera þurfi nýtt umhverfismat. Í stað mislægra gatnamóta er nú gert ráð fyrir brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut með ljósastýrðum gatnamótum austan við brautina. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því skuli hún ekki háð mati á umhverfisáhrifum en í gildi er umhverfismat fyrir veg og gatnamót frá árinu 2003. Niðurstaðan var meðal annars rökstudd með því að breytt áform fælu í sér umfangsminni umferðarmannvirki og minna rask en þau áform sem áður voru uppi. Einnig að breytt útfærsla leiddi ekki til aukins ónæðis í Fellahverfi og ekki væri heldur ástæða til að ætla að breytingin muni hafa áhrif á hljóðvist í Seljahverfi eða íbúðabyggð í Kórahverfi. Breytingin muni og draga úr ónæði vegna umferðarhávaða á nálægum útivistarsvæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert