Maður var í dag úrskurðaður í átta daga farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur í tengslum við manndrápsmálið í Rauðagerði.
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að farið hafi verið fram á farbann á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Viðkomandi hafði áður setið í gæsluvarðhaldi og átti það að renna út nk. miðvikudag.
Ekki fengust frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.