Andlát: Erla Wigelund

Erla Wigelund.
Erla Wigelund.

Erla Wig­e­lund, kaupmaður í Verðlist­an­um í Reykja­vík, lést á Hrafn­istu Laug­ar­ási í Reykja­vík 22. fe­brú­ar síðastliðinn, 92 ára að aldri.

Erla fædd­ist í Grinda­vík 31. des­em­ber 1928, dótt­ir hjón­anna Vil­borg­ar Dag­bjarts­dótt­ur hús­freyju og Peters Wig­e­lund skipa­smiðs.

Fljót­lega eft­ir fæðingu Erlu flutti fjöl­skyld­an til Kefla­vík­ur og síðar til Reykja­vík­ur.

Erla var í Barna­skóla Kefla­vík­ur, í barna­skóla í Reykja­vík og lauk gagn­fræðaprófi frá Ingimars­skóla við Lind­ar­götu. Erla starfaði um skeið á lög­fræðistofu í Reykja­vík og sinnti síðan versl­un­ar­störf­um í snyrti­vöru­versl­un­inni Ocul­us í Aust­ur­stræti. Um þær mund­ir sótti hún nám við Leik­list­ar­skóla Ævars R. Kvar­an en þar kynnt­ist hún lífs­föru­naut sín­um, Kristjáni Kristjáns­syni tón­list­ar­manni. Kristján var hljóm­sveit­ar­stjóri fræg­ustu dans- og dæg­ur­laga­hljóm­sveit­ar lands­ins á þeim árum, KK-sex­t­etts­ins.

Erla og Kristján stofnuðu og starf­ræktu verðlista sem í upp­hafi var pönt­un­arlisti sem fólki gafst kost­ur á að panta upp úr og fá sent í pósi. Þau hjón­in tóku síðan upp á því að ferðast um landið og selja fatnað til fólks á lands­byggðinni. Bernsku­draum­ur Erlu rætt­ist svo þegar þau hjón­in opnuðu versl­un­ina Verðlist­ann við Lauga­læk í Reykja­vík árið 1965. Erla stóð vakt­ina í Verðlist­an­um í 52 ár eða allt til árs­ins 2014.

Erla var fyrsti formaður li­ons­klúbbs­ins Eng­eyj­ar. Hún sinnti ýms­um trúnaðar­störf­um í þágu fé­lags­ins og var gerð að heiðurs­fé­laga árið 1990. Erla var einnig öt­ull talsmaður Kaup­manna­sam­taka Íslands og var sæmd viður­kenn­ingu sam­tak­anna. Árið 2012 hlaut hún svo þakk­arviður­kenn­ingu Fé­lags kvenna í at­vinnu­rekstri fyr­ir ævi­starf sitt og fyr­ir að vera kon­um í at­vinnu­líf­inu hvatn­ing og fyr­ir­mynd.

Eig­inmaður Erlu var Kristján Kristjáns­son, hann lést 2008. Þau eignuðust þrjú börn, Þor­björgu, Pét­ur og Sigrúnu Júlíu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert