Ekkert smit greindist innanlands síðasta sólarhringinn og eru nú 9 í einangrun. Í sóttkví eru 8 og 905 eru í skimunarsóttkví.
Nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa innanlands síðustu tvær vikurnar er nú 0,5 og 3,0 á landamærunum. Nýgengið innanlands hefur því aðeins lækkað síðan í fyrradag en þá var það 0,8. Einn greindist innanlands í fyrradag en smitið reyndist gamalt og var viðkomandi með mótefni.