Stytting vinnuvikunnar kemur ekki í veg fyrir að jarðsett verði eftir hádegi á föstudögum, eins og algengt er, að sögn Péturs Georgs Markan, samskiptastjóra Biskupsstofu.
„Það er ekkert því til fyrirstöðu að jarða eftir hádegi á föstudögum ef tímasetningin hentar öllum,“ sagði Pétur í samtali við mbl.is.
Almenna reglan er sú, að sögn Péturs, að prestar jarða í samráði við aðstandendur.
Þá benti Pétur á að það gæti vel verið að einstaka prestar væru með einhverjar útfærslur á vinnuvikunni sinni en bætti við að það væri þó alls ekki þannig að það væri almenn lína í kirkjunni að stytta vinnuvikuna á föstudögum.
Jarðsetningar eftir hádegi á föstudögum munu því ekki heyra sögunni til.