Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til þriðjudagsins 30. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni í síðasta mánuði.
Viðkomandi hafði setið í gæsluvarðhaldi undanfarinn hálfan mánuð og rann það út í dag, þriðjudag, en ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald.
Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar og fjórir hafa verið úrskurðaðir í farbann.