Starfsmenn Veðurstofunnar týndir

Talið er að fólkið sé einhvers staðar í kringum Keili …
Talið er að fólkið sé einhvers staðar í kringum Keili en meðfylgjandi mynd var tekin á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um­fangs­mik­il leit björg­un­ar­sveita stend­ur yfir á Reykja­nesskaga í grennd við Keili, þar sem karl og kona eru týnd. Aðstoð er að ber­ast frá höfuðborg­ar­svæðinu og búið er að ræsa þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Har­ald­ur Har­alds­son svæðis­stjóri björg­un­ar­sveita á Suður­nesj­um staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

Veður­stof­an staðfest­ir við mbl.is að um­rætt fólk sé starfs­fólk stofn­un­ar­inn­ar, sem var við rann­sókn­ir á jarðskjálfta­svæðinu.

Vís­inda­menn­irn­ir fóru á svæðið í dag til rann­sókna á gasi. Þeir síðustu sem sáu til ann­ars þeirra voru blaðamaður og ljós­mynd­ari mbl.is á staðnum. Mögu­legt er að þriðji aðili sé einnig týnd­ur.

Nokkr­ar bif­reiðar björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar eru á svæðinu og viðbúnaður mik­ill.

Það er mjög slæmt veður á svæðinu og viðbragðsaðilar eru að missa skyggnið. „Við ótt­umst að þau verði blaut og köld,“ seg­ir Har­ald­ur.

Talið er að fólkið sé ein­hvers staðar í kring­um Keili, þar sem mik­il jarðskjálfta­virkni hef­ur verið um langt skeið og hætta kann að vera á eld­gosi.

Upp­fært kl. 18.08: 

Starfs­menn­irn­ir eru fundn­ir og sagt er nán­ar frá því hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka