Vísindamennirnir fundnir

Tveir vísindamenn frá Veðurstofunni urðu viðskila í hrauninu í kringum …
Tveir vísindamenn frá Veðurstofunni urðu viðskila í hrauninu í kringum Keili í dag en fundust eftir leit björgunarsveitarinnar. mbl.is/Eggert

Starfs­menn Veður­stof­unn­ar sem leitað hef­ur verið á Reykja­nesskaga í dag eru fundn­ir og björg­un­ar­sveit­in er nú að koma þeim í ör­uggt skjól. Ann­ar þeirra er þegar kom­inn inn í björg­un­ar­sveit­ar­bíl.

„Eins og við skilj­um það eru þau ekki týnd, held­ur er verið að sækja þau,“ seg­ir Hauk­ur Hauks­son, sam­skipta­stjóri Veður­stof­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Um­rædd­ir starfs­menn voru við rann­sókn­ir á jarðskjálfta­svæðinu í dag, þó ekki á skil­greindu hættu­svæði, og urðu viðskila. Ótt­ast var að þeir gætu orðið kald­ir og blaut­ir og því var þeirra leitað. Að sögn Hauks voru þeir þó með GPS-tæki á sér og van­ir úti­vist.

Veðrið á svæðinu er slæmt og skyggni að verða verra eft­ir því sem kvöld­ar. Viðbúnaður björg­un­ar­sveita var tölu­verður og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar ræst út í leit­ar­skyni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar við leit fyrr í dag.
Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar við leit fyrr í dag. mbl.is/​Eggert
Björgunarsveitarbíll við Keili. Starfsmanna Veðurstofunnar var leitað í dag eftir …
Björg­un­ar­sveit­ar­bíll við Keili. Starfs­manna Veður­stof­unn­ar var leitað í dag eft­ir að þeir urðu viðskila. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert