Sextugur Hafnfirðingur vann átta milljónir króna í Happdrætti DAS en dregið var í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Þar er haft eftir manninum að hann hafi að vonum verið í skýjunum með vinninginn.
Síðan fór hann að efast og datt í hug að einhver væri að gera at í sér áður en hann komst að því að svo var ekki.