Ríkið viðurkennir brot gegn fimm manns

Ríkið braut á rétti Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, …
Ríkið braut á rétti Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fleirum í málum sem höfðuð voru eftir fjármálahrunið árið 2008. mbl.is/Þórður

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá fimm málum gegn íslenska ríkinu eftir að deiluaðilar luku málunum með sáttargerðum. Ríkið viðurkenndi að brotið hefði verið á rétti kærenda til réttlátrar málsmeðferðar í málum sem höfðuð voru gegn þeim eftir fjármálahrunið árið 2008 og greiðir hverju þeirra um 1,8 milljónir króna.

Kærendur voru Sigurjón Þorvaldur Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárfestingarsviðs Landsbankans, Sigurþór Charles Guðmundsson, fyrrverandi endurskoðandi Milestone, Margrét Guðjónsdóttir endurskoðandi og Karl Emil Wernerson, fyrrverandi stjórnarmaður Milestone.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert