Um klukkan korter yfir fimm mældust þrír jarðskjálftar milli 3 og 4 með stuttu millibili á svæðinu við Fagradalsfjall.
Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst en enginn órói hefur sést í kjölfarið.
Náttúruvársérfræðingar vinna að nánari útreikningum og staðsetningu.