Enn mun vera rafmagnslaust í Grindavík, fimm klukkutímum eftir að bilun kom upp í raforkuverinu í Svartsengi, en Spennir 2 leysti út kl. 13:40. Leysti hann aftur inn kl. 15:44, en síðan þá hefur verið unnið að bilanagreiningu og lagfæringu.
Á Facebook-síðu HS Veitna segir að nú sé verið að byggja upp kerfið og prófa innsetningu.
UPPFÆRT 18:10 Verið að byggja upp kerfið og prófa innsetningu. UPPFÆRT: 15:44 Tafir eru að verða á spennusetningu þar...
Posted by HS Veitur hf on Friday, March 5, 2021
Uppfært kl. 19:20: Rafmagn mun vera komið á helming bæjarins og verið að vinna að því að koma því öllu inn.