Atburðarásin á Reykjanesskaga kemur stöðugt á óvart

Keilir Horft yfir hraun og í átt að fjallinu Keili …
Keilir Horft yfir hraun og í átt að fjallinu Keili frá Vogum á Vatnsleysuströnd. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

„Við erum að reyna að átta okkur á hvaða möguleikar eru í stöðunni og þeir eru mjög margir. Þessi atburðarás kemur okkur á óvart á hverjum degi,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Morgunblaðið. Þrátt fyrir gosleysi í kjölfar óróapúls suður af Keili við Litla-Hrút á miðvikudag er enn mikil virkni á svæðinu og hefur hún heldur færst í suðvestur frá Keili.

Páll segir ekki nokkra leið að spá um framhaldið en sérfræðingar eiga fullt í fangi með að reyna að skilja hvað gerðist eftir að óróapúlsinn mældist. Gervihnattamyndir sem spanna tímann frá 25. febrúar til 3. mars sýna kvikugang milli Fagradalsfjalls og Keilis en sýna ekki verulega aukningu í kvikuhreyfingum samfara óróanum á miðvikudag. „Það hefði enginn orðið hissa þótt breytingarnar hefðu verið talsverðar og eitthvað hægt að ráða í þær. Það hefur verið kvikuhlaup en mjög lítið,“ segir Páll.

Ný hraunflæðispá vísindamanna við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir fjórum hugsanlegum svæðum eldgoss. Eitt þeirra er Sýlingafell, rétt norðan Grindavíkur, en hin þrjú eru Móhálsadalur, Fagradalsfjallssvæðið og Hauksvörðugjá. Frá því síðasta spá vísindamannanna var gerð hefur skjálftavirknin dreift úr sér og fyrir vikið eru fleiri svæði talin möguleg sem eldsupptök en í fyrri spám.

Páll bendir á að um langa atburðarás sé að ræða á Reykjanesi en hún hófst í desember 2019. „Hún hefur magnast með tímanum. Í hvert skipti sem hrina byrjar er hún magnaðri en fyrri.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka