Deilt á pírata fyrir trúnaðarbrest

Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason. mbl.is/Eggert

Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eru sumir mjög óánægðir með fjölmiðlaviðtöl, sem píratarnir Jón Þór Ólafsson, formaður nefndarinnar, og Andrés Ingi Jónsson veittu eftir nefndarfund í fyrradag og telja til marks um trúnaðarbrest.

Jón Þór Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðtölin voru tekin eftir nefndarfund með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna símtala hans og dómsmálaráðherra á aðfangadag. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að þeir félagar hafi hallað réttu máli um það, sem þar fór fram, og bæði notfært sér trúnað um fundina og rofið hann í trausti þess að það gerðu aðrir nefndarmenn ekki.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hann segir ábyrgð formannsins mikla. „Jón Þór Ólafsson hefur brugðist skyldum sínum sem nefndarformaður með dylgjum og rangfærslum um það sem fram hefur komið á fundum nefndarinnar.“

Óli Björn telur píratana tvo ekki hafa sést fyrir í „óstjórnlegri löngun til að koma höggi á pólitískan andstæðing“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert