Fjögurra bifreiða árekstur varð á Miklubrautinni á þriðja tímanum í dag. Lögregla var kölluð á vettvang en samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu í Reykjavík urðu ekki slys á fólki.
Ekki var talin þörf á að slökkviliðið færi á vettvang en sjúkrabíll var sendur á staðinn.