Yfirheyrslur lögreglu yfir þeim fjórum sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á manndrápinu í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar þykja mjög tímafrekar.
Sömuleiðis er tímafrekt að vinna úr gögnum málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.
Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi fyrr í dag gæsluvarðhald yfir manni á fimmtugsaldri til föstudagsins 19. mars, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknarhagsmuna í málinu.