Fyrsti vinningur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld. Sjö hlutu annan vinning og fá í sinn hlut 53 milljónir króna. Sex miðanna voru seldir í Þýskalandi og einn í Ungverjalandi.
Þrír hlutu þriðja vinning og unnu rúmar 44 milljónir króna hver. Miðarnir voru seldir í Ungverjalandi, Þýskalandi og Slóvakíu.
Enginn var með allar réttar tölur í Jókernum. Þrír á Íslandi voru með fjórar réttar tölur í röð og fengu þar með 100.000 krónur. Tveir miðanna voru seldir á lotto.is og einn á Iceland, Engihjalla í Kópavogi.