Enginn órói hefur mælst á Reykjanesskaga í nótt en skjálftavirknin er enn mikil. Samkvæmt upplýsingum frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands er virknin mest við Fagradalsfjall en hefur færst aðeins í norðaustur miðað við hvar hún var í gær.
Í gær mældust um þrjú þúsund jarðskjálftar og frá miðnætti hafa tæplega 700 skjálftar mælst. Í heildina hafa rúmlega 20.000 jarðskjálftar mælst síðan hrinan hófst fyrir rúmri viku.
Stærstu skjálftar frá miðnætti: