Björgunarsveit vinnur nú að því að koma tveimur einstaklingum á sjúkrahús sem slösuðust við fjallgöngu í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang en gat illa athafnað sig vegna þoku. Hún mun þó flytja fólkið á sjúkrahúsið þegar náðst hefur til þeirra.
Einar Strand, svæðisstjóri Landsbjargar á svæðinu, segir að enn sé einhver tími þar til aðgerðum lýkur en öll hætta sé liðin hjá. Fólkið er vant útvist, segir Einar, og er ekki týnt.
Aðstæður á vettvangi eru ekki erfiðar að hans sögn, en fólkið er langt frá veginum að svæðinu og því talsverðar vegalengdir sem þarf að fara til þess að ná til þess.