Bóluefni keypt fyrir tvo milljarða

Þegar hefur verið samið við fimm fyrirtæki um kaup á …
Þegar hefur verið samið við fimm fyrirtæki um kaup á bóluefnum gegn kórónuveirunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska ríkið hefur samið við fimm lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni og nemur kostnaður rúmum 2,15 milljörðum króna. Þá hefur ríkið tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1,85 milljarða til viðbótar. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn RÚV.

Eins og áður hefur verið greint frá eru fyrirtækin fimm AstraZeneca, Pfizer/BioNTech, Moderna, Janssen og Curavac. Þá eru líkur á að samið verði við Novavax auk þess sem hugsanlegt er að samið verði við Reithera og Valneva.

Bólusetningardagatal stjórnvalda, sem byggist á fyrirliggjandi uplýsingum um afhendingu bóluefna og spá þar að lútandi, gerir ráð fyrir að búið verði að bólusetja alla þjóðina í lok júnímánaðar.

Sé aðeins gert ráð fyrir þeim þremur bóluefnum sem þegar hafa fengið markaðsleyfi í Evrópu má hins vegar aðeins gera ráð fyrir að 190.000 verði bólusettir fyrir þann tíma. Þórólfur Guðnason hefur þó sagt að hann viti ekki hvort sú áætlun standist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert