Alls hafa 22 skjálftar mælst stærri en 3 í dag í eða við Fagradalsfjall og þar af hafa níu þeirra mælst frá klukkan 18:43 í kvöld. Tæplega þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti.
Mesta virknin eftir miðnætti er bundin við Fagradalsfjall. Enginn órói hefur mælst, en skjálftavirkni er áfram mikil, segir í athugasemd jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar.
Stærsti skjálfti dagsins mældist 3,6 í Fagradalsfjalli klukkan rúmlega fjögur í nótt. Skjálftarnir í kvöld hafa verið frá 3 og upp í 3,5 að stærð.