Enginn var með allar fimm tölurnar réttar í lottóinu í kvöld, en um 21,7 milljónir króna voru í pottinum.
Sjö hrepptu bónusvinninginn og fær hver í sinn hlut rúmar 75 þúsund krónur. Þrír miðanna voru í áskrift, tveir keyptir á lotto.is, einn í Shellskálanum Hveragerði og einn í Olís Álfheimum.
Fimm voru með fjórar réttar jókertölur í réttri röð og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vasann.