Ekkert jákvætt enn sem komið er

Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar.
Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Ekki hefur greinst jákvætt kórónuveirusmit í tengslum við innanlandssmitin undanfarna daga. Alls hafa á milli 30 og 40 starfsmenn og sjúklingar göngudeildar Landspítala verið skimaðir í dag og eru niðurstöðurnar allar neikvæðar.

Þetta segir Már Kristjánsson, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar, í sam­tali við mbl.is en auk þeirra sem skimaðir voru í tengslum við spítalann í dag verða um 20 skimaðir þar á morgun eftir að starfsmaður greindist með veiruna í gær.

Á upplýsingafundi almannavarna fyrr í dag kom fram að mögulegt hópsmit af völdum breska afbrigðis Covid-19 sé í uppsiglingu eftir að tveir greind­ust síðustu tvo daga utan sótt­kví­ar með hið svo­kallaða breska af­brigði veirunn­ar, sem talið er meira smit­andi en fyrri af­brigði veirunn­ar hér á landi.

Már segir, líkt og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum, að myndin varðandi mögulegt hópsmit og hugsanlega nýja bylgju faraldursins verði skýrari á þriðjudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert