Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 17:00 í dag vegna Covid-smits sem greindist hjá starfsmanni göngudeildar Landspítalans.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðuna í Covid-19-faraldrinum hér á landi.
Boðað var til fundarins eftir að greint var frá smiti starfsmanns Landspítalans en um 50 starfsmenn og sjúklingar á Landspítala eru í sóttkví vegna þess.
Fundurinn verður í beinni útsendingu á mbl.is.