Greinileg ummerki eru um nýlegt grjóthrun í Ingólfsfjalli við stæðuna sem brotnaði í Selfosslínu 1 á föstudagskvöldið og er það orsök rafmagnsbilunar fyrir helgi. Víðtækt rafmagnsleysi var á Suðurlandi föstudag en aðeins í stuttan tíma.
Í samtali við mbl.is á laugardag taldi Þórir Tryggvason hjá Rarik að vatnsleysingar í Ingólfsfjalli hefðu valdið auknu grjóthruni í fjallinu. Skemmda stæðan hefur líklega orðið fyrir barðinu á einum hnullungnum og í kjölfarið hefur rafmagnið slegið út. Um helgina kom í ljós að svo var og sýnir meðfylgjandi mynd það glöggt.
Það voru greinileg ummerki um nýlegt grjóthrun við stæðuna sem brotnaði í Selfosslínu 1 á föstudagskvöldið og er það...
Posted by Landsnet on Mánudagur, 8. mars 2021