Hleypt út í hollum

Leyfi var fyrir 800 manns í Eldborg í Hörpu um …
Leyfi var fyrir 800 manns í Eldborg í Hörpu um helgina. 40 afboðuðu komu sína á sunnudaginn. mbl.is/Árni Sæberg

Svan­hild­ur Kon­ráðsdótt­ir, for­stjóri Hörpu, seg­ist ekki vita til þess að neinn þeirra, sem farið hafa í skimun fyr­ir Covid-19 vegna smitaðs ein­stak­lings sem var stadd­ur í Eld­borg á tón­leik­um á föstu­dag­inn, hafi hingað til greinst með veiruna.

All­ir gest­ir á tón­leik­um Vík­ings Heiðars Ólafs­son­ar fengu tölvu­póst þar sem þeim var boðið í skimun fyr­ir veirunni ef ske kynni að veir­an hefði náð að ber­ast manna á milli.

Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu.
Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegna þess­ara tíðinda, sem komu fram í gær, voru sótt­varn­aráðstaf­an­ir hert­ar enn frekar á tón­leik­un­um í gær­kvöldi. Í því fólst að gest­um var hleypt út úr saln­um í holl­um, eft­ir því í hvaða sóttvarnarhólf­um þeir voru. Þetta var gert til þess að forðast mannþröng við út­ganga að lokn­um tón­leik­um. Gaf þetta góða raun.

40 hættu við

Að sögn Svan­hild­ar voru samkvæmt hennar bestu vitund um 40 gestir sem hættu við að koma eða óskuðu eft­ir end­ur­greiðslu á miðum á tón­leik­ana, sem Svan­hild­ur seg­ir að sé mjög lágt hlut­fall. 800 manns kom­ast fyr­ir í saln­um í fjór­um sóttvarnarhólf­um.

Svan­hild­ur fór sjálf í skimun á morg­un og sá þar fjölda fólks drífa að á Suður­lands­braut til að fara í sýna­töku. „Auðvitað von­um við öll að þau smit sem eru kom­in upp verði ekki til þess að aft­ur þurfi að grípa til þeirra ströngu tak­mark­ana sem við höf­um búið við í vetur,“ seg­ir Svan­hild­ur. „Maður finn­ur mjög vel hvað fólk er þyrst í að koma saman til að njóta menn­ingar og lista.“

Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands hef­ur verið með viku­lega tón­leika á fimmtu­dög­um frá því í janú­ar en eft­ir síðustu til­slak­an­ir var unnt að fjölga umtalsvert í saln­um. Síðustu tvo fimmtu­daga hafa verið um 700 gest­ir í Eld­borg á tón­leik­um sveit­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert