Lúðvík áfrýjar meiðyrðamáli til Landsréttar

Ummælin sem deilt er um komu fram í nafnlausa skoðunarpistlinum …
Ummælin sem deilt er um komu fram í nafnlausa skoðunarpistlinum Óðni í apríl í fyrra í Viðskiptablaðinu. mbl.is/Kristinn

Lögmaðurinn Lúðvík Bergvinsson hefur áfrýjað til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn Trausta Hafliðasyni, ritstjóra Viðskiptablaðsins, og Myllusetri, útgefanda Viðskiptablaðsins. Höfðaði hann málið vegna ummæla í nafnlausa skoðunarpistlinum Óðni í blaðinu í apríl í fyrra.

Um þrenn um­mæli var að ræða, en í pistl­in­um var fjallað um störf Lúðvíks sem óháður kunn­áttumaður fyr­ir Sam­keppnis­eft­ir­litið vegna sátt­ar sem N1 og Festi gerðu við eft­ir­litið þegar fé­lög­in sam­einuðust. Var kostnaður af störf­um Lúðvíks þar um­fjöll­un­ar­efni, en hann hafði fengið um 33 millj­ón­ir fyr­ir störf sín og einnig var þar fjallað um tengsl hans við aðstoðarfor­stjóra eft­ir­lits­ins.

Um­mæl­in þrenn eru eft­ir­far­andi:

A: „Við blas­ir að efa­semd­irn­ar um Lúðvík voru ekki minni, sér­stak­lega vegna vinátt­unn­ar við aðstoðarfor­stjór­ann. Því jafn­vel þó svo hann hafi þar hvergi komið nærri að nokkru leyti, þá leit það ekki þannig út og burt­skýr­ing­in kom ekki fyrr en eft­ir að efa­semd­irn­ar höfðu komið fram á op­in­ber­um vett­vangi. Sem sagt um sein­an. Fyr­ir þá vini báða, Lúðvík og Ásgeir, Sam­keppnis­eft­ir­litið og góða stjórn­sýslu.“

B: „Þess­ar frétt­ir af Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu og óheyri­leg­um kostnaði við eft­ir­lit með samruna eru án efa til­efni í einn safa­rík­an Kveiks-þátt. Óðinn hlakk­ar raun­ar til að sjá Helga Selj­an rann­saka þessa hliðstæðu. Hann get­ur varla látið svona tæki­færi fram hjá sér fara. Þeim virðist svipa sam­an hjört­un­um, í Namib­íu og Borg­ar­túni.“

C: „Öll skyn­sem­is- og rétt­læt­is­rök virðast hníga að því að Festi kæri kunn­áttu­mann­inn fyr­ir til­hæfu­lausa reikn­inga.“

Héraðsdómur sagði ekki sýnt fram á að ummæli í B-lið beindust gegn Lúðvík og varðandi hin ummælin féllst dómurinn ekki á að þau fælu í sér gildisdóma, heldur væru sett fram sem skoðun og huglægt mat. Þá væri umfjöllunin tengd málefni sem varðaði almenning, þ.e. starfsemi eftirlitsstofnana og kostnað við eftirlit og framkvæmd þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert