Mikið slegið í golfhermunum og styttist í vorið

Golfhermir hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Golfhermir hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Annir hafa verið í golfhermunum hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar frá því að starfsemin mátti fara í gang að nýju 13. janúar. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, segir að kylfingar hafi verið duglegir að æfa sveifluna í golfhermunum. Nánast hafi verið fullt alla daga frá morgni til kvölds og mikið sé bókað fram á vor.

Klúbburinn rekur samtals 22 fullkomna golfherma, 16 í íþróttaaðstöðu klúbbsins í Garðabæ og sex í Kórnum í Kópavogi. Agnar segir að hægt sé að bæta við fjórum golfhermum og ef svo haldi fram sem horfi sé ekki spurning hvort það verði gert heldur hvenær.

Veturinn hefur til þessa farið vel með golfvelli á suðvesturhorninu. Agnar segir að reyndar sé smávegis frostlyfting á völlum GKG, en það sé ekkert sem heitið geti og muni jafna sig eftir völtun í vor. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert