Gular viðvaranir á fjórum svæðum á morgun

Staðan á viðvörunum á morgun.
Staðan á viðvörunum á morgun. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir taka gildi á fjórum spásvæðum Veðurstofu Íslands klukkan sex í fyrramálið og gilda til miðnættis. Viðvaranirnar gilda um Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra. 

Varað er við hvassviðri eða stormi, snjókomu eða hríð og versnandi akstursskilyrðum, þá einkum á fjallvegum.

Veðurstofan vekur athygli á þessu í facebookfærslu þar sem bent er á að ólíkt jarðskjálftavirkninni hafi veðrið verið með blíðasta móti víða um land undanfarið. Nú er útlit fyrir breytingu þar á, eins og að framan er rakið. 

Ólíkt jarðskjálftavirkninni hefur veðrið verið með blíðasta móti víða um land undanfarið. Því er ástæða til að benda á...

Posted by Veðurstofa Íslands on Þriðjudagur, 9. mars 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert