Hekla er hvít en hálendið snjólétt

Hekla er hvít en hálendið snjólétt.
Hekla er hvít en hálendið snjólétt. mbl.is/Sigurður Bogi

Minni snjór er nú á hálendinu en marga undanfarna vetur. Fara þarf í 500 til 600 metra hæð til sjá samfelldar fannbreiður. Næsta lítill snjór er á sunnanverðum Biskupstungnaafrétti ofan við Gullfoss – og fyrst fyrir innan Bláfellsháls og Hvítárvatn eða þegar komið er á hinn eiginlega Kjöl er snjór sem liggur yfir víðfeðmum svæðum. Ágætt veður var á hálendinu í gær og klukkan 16 var hægur vindur og eins stigs hiti á Hveravöllum.

Önnur svæði á sunnanverðu landinu eru yfirleitt snjólétt um þessar mundir, jafnvel þótt komið sé langt inn á hálendisbrúnina. 

Hekla, hið volduga fjall Suðurlandssléttunnar, er hvít frá rót upp á tind, eins og sést á þessari mynd sem blaðmaður Morgunblaðsins tók í flugi þar yfir um helgina. Fjallið er 1.491 metri á hæð og hvergi er dökkan díl á því að sjá, en slíkar leysingar hafa samkvæmt mati manna stundum bent til hita og að komið sé að eldgosi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert